Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Rannveig Grétarsdóttir skrifar 7. desember 2021 12:01 Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun