Bjarni Ben og Björn Leví stigakóngar í nýrri Fantasy-deild Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2021 21:00 Þórður Vilmundarson, höfundur Fantasy Alþingis. Til vinstri má sjá dæmi um flokk sem spilari hefur sett saman. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata eru eins og stendur verðmætustu þingmenn Alþingis, samkvæmt svokölluðum Fantasy-leik sem er nýkominn í loftið. Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær. Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær.
Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira