121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 19:19 Nú hafa 121 þúsund manns mætt í örvunarbólusetningu. Vísir/Sigurjón Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47