121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2021 19:19 Nú hafa 121 þúsund manns mætt í örvunarbólusetningu. Vísir/Sigurjón Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Frá því Ómíkron-afbrigðið greindist fyrst hafa margir haft af áhyggjur hvort þau bóluefni sem til eru dugi gegn því. Fyrstu niðurstöður rannsókna Pfizer og BioNTech sem birtar voru í dag þykja lofa góðu. „Þetta eru mjög góðar fyrstu fréttir en við bíðum eftir frekari gögnum, nákvæmari gögnum og nákvæmari ritgerðum sem koma út eftir eina eða tvær vikur og auðvitað raungögnum. En enn sem komið er lítur út fyrir að þriðja sprautan bæti verulega virkni bóluefnisins,“ segir Albert Bourla forstjóri Pfizer.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur örvunarbólusetningu skipta sköpum í baráttunni við veiruna. „Við erum enn að sjá miklu miklu betri árangur gegn Delta-afbrigðinu eftir örvunarbólusetningu heldur en eftir tvo skammta. Það eru um 90% betri árangur af þriðja skammti heldur en af tveimur skömmtun,“ segir Þórólfur. Í Laugardalshöllinni hefur örvunarbólusetning nú staðið yfir í nokkrar vikur en 121 þúsund manns hafa nú fengið örvunarskammt. „Nú er í raun og veru búið að boða alla sem að er lengra en fimm mánuðir síðan að fengu grunnbólusetningu. Þannig að nú er bara opið hús og endilega bara allir að mæta,“ segir Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir verkefnisstjóri í bólusetningum hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra um helgina að kæmi í ljós að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá væri hægt skoða að aflétta aðgerðum að hluta fyrir bólusetta. Það lagðist þó misjafnlega í þá sem mættu í Laugardalshöllin í dag í örvunarbólusetningu að mismunandi reglur gildi fyrir óbólusetta og bólusetta. Á meðan að sumir eru á að það sé skynsamlegt eru aðrir á að ekki eigi að mismuna fólki eftir því hvort það sé bólusett eða ekki. Opið er í Laugardalshöllinni milli tíu og þrjú virka daga en bólusett er með Pfizer, Moderna og Jansen alla dagana en AstraZeneca á fimmtudögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Telur ekki vænlegt að veita bólusettum meiri réttindi en óbólusettum Heilbrigðisráðherra telur ekki vænlegt að bólusettir hafi önnur réttindi gagnvart sóttvarnaaðgerðum en þeir sem eru óbólusettir. Nauðsynlegt sé að standa vörð um val fólks til bólusetningar, sama á hvaða grunni það er byggt. 8. desember 2021 10:47