Sjálfboðaliðastörf erlendis Karen Miller skrifar 10. desember 2021 12:30 Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Sjá meira
Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun