Umboðsmaður segir notkun gulra herbergja helst bundna við börn með sérþarfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2021 15:47 Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi til rannsóknar. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi, eða hvíldarherbergi, í grunnskólum til skoðunar undanfarna mánuði eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um að nemendur væru látnir dúsa í slíkum herbergjum í lengri tíma. Þá hefur verið greint frá tveimur slíkum málum sem hafa verið kærð til lögreglu, annars vegar í Garði og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem greint hafa frá hræðilegri reynslu barna sinna af slíkum herbergjum, sem og við fyrrverandi starfsmenn skóla sem sagt hafa við fréttastofu að þeir sjái eftir að hafa ekki látið vita af notkun slíkra herbergja. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við vísuðu allir til skóla á suðvesturhorni landsins, allt frá Hveragerði yfir í Mosfellsbæ og svo yfir á Suðurnes. Mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðaði þá í máli barnsins í Garði, sem hefur verið kært til lögreglu, og segir í úrskurðinum að notkun hvíldarherbergis af því tagi sem lýst var í úrskurðinum samrýmist ekki ákvæðum laga um grunnskóla. Hefur ráðuneytið óskað eftir því við skóla landsins að notkun slíkra herbergja verði hætt án tafar. Lýsingarnar á herberginu voru slíkar að um væri að ræða litla, gluggalausa kompu. Á úrskurðurinn því ekki endilega við öll hvíldarherbergi og segir í bréfi umboðosmanns að með tilliti til fjölbreytileika hvíldarherbergjanna sé afstaða ráðuneytisins ekki nógu skýr um hvað það er í núverandi framkvæmd skólanna sem ekki samrýmist lögum um grunnskóla né leiðbeinandi um hvernig taka megi betur á þeim málum. Fyrir ritun bréfsins heimsótti umboðsmaður þrjá grunnskóla á suðvesturhorni landsins í nóvember en hafði áður óskað eftir upplýsingum um notkun slíkra herbergja hjá sautján sveitarfélögum. Var tilgangur heimsóknanna fyrst og fremst að skoða hvers konar rými væru nýtt til aðskilnaðar og ræða við starfsmenn skólanna um notkun herbergjanna. Skrifar umboðsmaður strax í upphafi bréfsins að mat hans sé að í heimsóknunum hafi ekki komið fram vísbendingar um að nemendur væru kerfisbundið látnir dvelja í einrúmi, gegn vilja sínum, í svo langan tíma að hann jafnaðist við frelsissviptingu. Tekur hann þó fram að með þessu sé ekki tekin afstaða til einstakra mála. Lesa má bréf umboðsmanns í heild sinni hér. Skóla - og menntamál Grunnskólar Umboðsmaður Alþingis Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02 Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur haft svokölluð gul herbergi, eða hvíldarherbergi, í grunnskólum til skoðunar undanfarna mánuði eftir að umræða skapaðist í samfélaginu um að nemendur væru látnir dúsa í slíkum herbergjum í lengri tíma. Þá hefur verið greint frá tveimur slíkum málum sem hafa verið kærð til lögreglu, annars vegar í Garði og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem greint hafa frá hræðilegri reynslu barna sinna af slíkum herbergjum, sem og við fyrrverandi starfsmenn skóla sem sagt hafa við fréttastofu að þeir sjái eftir að hafa ekki látið vita af notkun slíkra herbergja. Foreldrar sem fréttastofa hefur rætt við vísuðu allir til skóla á suðvesturhorni landsins, allt frá Hveragerði yfir í Mosfellsbæ og svo yfir á Suðurnes. Mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðaði þá í máli barnsins í Garði, sem hefur verið kært til lögreglu, og segir í úrskurðinum að notkun hvíldarherbergis af því tagi sem lýst var í úrskurðinum samrýmist ekki ákvæðum laga um grunnskóla. Hefur ráðuneytið óskað eftir því við skóla landsins að notkun slíkra herbergja verði hætt án tafar. Lýsingarnar á herberginu voru slíkar að um væri að ræða litla, gluggalausa kompu. Á úrskurðurinn því ekki endilega við öll hvíldarherbergi og segir í bréfi umboðosmanns að með tilliti til fjölbreytileika hvíldarherbergjanna sé afstaða ráðuneytisins ekki nógu skýr um hvað það er í núverandi framkvæmd skólanna sem ekki samrýmist lögum um grunnskóla né leiðbeinandi um hvernig taka megi betur á þeim málum. Fyrir ritun bréfsins heimsótti umboðsmaður þrjá grunnskóla á suðvesturhorni landsins í nóvember en hafði áður óskað eftir upplýsingum um notkun slíkra herbergja hjá sautján sveitarfélögum. Var tilgangur heimsóknanna fyrst og fremst að skoða hvers konar rými væru nýtt til aðskilnaðar og ræða við starfsmenn skólanna um notkun herbergjanna. Skrifar umboðsmaður strax í upphafi bréfsins að mat hans sé að í heimsóknunum hafi ekki komið fram vísbendingar um að nemendur væru kerfisbundið látnir dvelja í einrúmi, gegn vilja sínum, í svo langan tíma að hann jafnaðist við frelsissviptingu. Tekur hann þó fram að með þessu sé ekki tekin afstaða til einstakra mála. Lesa má bréf umboðsmanns í heild sinni hér.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Umboðsmaður Alþingis Réttindi barna Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02 Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Foreldrar og kennarar eru saman í liði Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið. 9. desember 2021 21:02
Notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum samræmist ekki grunnskólalögum Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent frá sér úrskurð um notkun „hvíldarherbergja“ í grunnskólum. Fram kemur í úrskurðinum að notkun slíkra herbergja samræmist ekki grunnskólalögum og farið fram á að notkun slíkra herbergja verði hætt þegar í stað. 23. nóvember 2021 11:55
Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. 18. nóvember 2021 17:01
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent