Goma mun þó halda biskupstitlinum en hann má ekki undir neinum kringumstæðum sinna störfum kaþólskra presta á borð við veitingu sakramentsins eða hjónavígslur.
Að sögn The Guardian hefur Goma vakið athygli fyrir stæka íhaldssemi, hann hafi stutt „leiðréttingarmeðferð“ fyrir samkynhneigða og stundað særingar.
Í ágúst síðastliðnum vatt Goma kvæði sínu í kross og sagði af sér. Hann vísaði til persónulegra ástæðna. Skömmu seinna birtist ástæðan á síðum dagblaða. „Ég er ástfanginn og ég vil gera þetta almennilega,“ sagði hann við blaðamenn í kjölfarið.
Sú heppna er Silvia Caballol, sálfræðingur og höfundur bóka á borð við Helvítið í losta Gabríels (s. El infierno en la lujuria de Gabriel). Á vefsíðu útgefanda hennar er henni lýst sem kraftmiklum höfundi sem veigrar sé ekki við að storka siðferðiskennd lesenda.