13/12 Styrktarsjóður Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2021 11:01 Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Börn og uppeldi Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun