13/12 Styrktarsjóður Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2021 11:01 Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Börn og uppeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun