Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 14:09 Þrír dagar eru til stefnu fyrir ríkið til að gera athugasemdir við söluna á Mílu. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“ Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“
Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira