Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 14:09 Þrír dagar eru til stefnu fyrir ríkið til að gera athugasemdir við söluna á Mílu. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“ Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi harðri gagnrýni á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við sölunni á Mílu. Ríkið hefur átta vikur til að gera athugasemdir við sölu fjarskiptainnviða til erlendra aðila en sá frestur rennur út eftir þrjá daga. Frumvarp vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem ætlað er að taka á ýmsum þáttum sem upp hafa komið vegna sölunnar, fór í gegn um fyrstu umræðu á þingi í gær og er nú hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Oddný Harðardóttir, fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði lýsti áhyggjum sínum á þessum knappa tíma í hádegisfréttum okkar í gær og óttast hún að mistök verði gerð við lagasetninguna. Hefur haft svipaðar áhyggjur Forsætisráðherra hefur skilning á þeim áhyggjum: „Já, já eðli máls samkvæmt er það skiljanleg gagnrýni því það er stuttur tími fyrir hendi í þinginu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En ég hélt sérstakan fund með formönnum flokkanna í nóvember til þess að fara yfir þessa stöðu og ráðherra upplýsti svo formenn flokkanna um inntak frumvarps síns núna fyrir helgi. Fyrir utan það að málið hefur auðvitað verið rætt á vettvangi þjóðaröryggisráðs þar sem sitja bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. En auðvitað er þetta skammur tími fyrir þinglega meðferð.“ Hún segir að hún sjálf og ríkisstjórnin hafi tekið söluna alvarlega síðan fréttir af henni bárust. „Við höfum svo sannarlega haft áhyggjur af henni og í rauninni alveg frá því að stjórnvöld voru upplýst um að þetta væri raunhæfur möguleiki, sem var í ágúst,“ segir Katrín. Hún telur að brugðist verði nægilega vel við með frumvarpinu og hefur ekki áhyggjur af því að þær breytingar sem þar verða gerðar hafi áhrif á sjálf kaup erlenda fjárfestingafélagsins. „Í ljósi þess að Ardian hefur fallist á skilmálana í samningnum þá á ég ekki von á því.“
Salan á Mílu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira