Spádómur Jónasar um Guðjón rættist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 10:00 Jónas Þórhallsson segir að það hafi verið stærstu mistök sín að ráða Guðjón Þórðarson. Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur. Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil. Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil.
Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Sjá meira
Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00