Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun: „Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. desember 2021 22:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti fer af stað á morgun. Luke Walker/Getty Images Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun, en eins og síðustu ár verður keppt í Ally Pally í London og úrslitin ráðast þann 3. janúar á næsta ári. Páll Sævar Guðjónsson, einn helsti pílusérfræðingur landsins, segir að búast megi við afar spennandi baráttu um heimsmeistaratitilinn. „Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pílukast Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að segja Walesverjinn Johnny Clayton,“ sagði Páll Sævar, aðspurður um hver væri sigurstranglegastur á mótinu í ár að hans mati. „Hann er búinn að vera frábær í ár, búinn að vinna fjögur sjónvarpsmót hjá PDC samtökunum, og ég held að hann komi rosalega öflugur inn í mótið.“ Það eru þó fleiri sem koma til greina að mati Páls, en þar á meðal er ríkjandi heimsmeistari, Gerwyn Price. „Svo má náttúrulega ekki gleyma Gerwyn Price, heimsmeistaranum frá því í fyrra, Peter Wright, maðurinn með hanakambinn, og Hollendingurinn ógurlegi, Michael van Gerwen. Þannig að það eru margir til kallaðir, en ég segi Johnny Clayton.“ Vonandi fá áhorfendurnir að mæta Páll Sævar Guðjónsson er einn helsti pílusérfræðingur landsins, en hann mun sjá um að lýsa mótinu á Stöð 2 Sport.Vísir Pílukast hefur notið mikilla vinsælda hér á Íslandi seinustu ár og Páll segir að píluvörur séu orðin ein vinsælasta jólagjöf landsins. „Þetta er alveg frábært hvað hefur gengið vel og þetta er orðið svo vinsælt að það er gaman að segja frá því að píluvörur eru orðnar ein vinsælasta jólagjöfin og þetta selst alltaf upp þegar við byrjum að sýna þetta. Þetta eru alveg ótrúlegar vinsældir.“ Þá hafa áhorfendur á þessum stærstu pílumótum oft vakið mikla athygli fyrir skrautlega búninga og mikla gleði. Páll vonast að sjálfsögðu eftir því að áhorfendurnir fái að mæta á þetta stærsta mót ársins þrátt fyrir heimsfaraldur. „Í þessum mótum er verið að mæla hávaðan rétt upp undir 120 desíbel, og ég ætla bara rétt að vona að áhorfendurnir fái að vera með. Það eru ekki komnar neinar fréttir um að það breytist neitt, þannig að við höldum því og vonum og trúum að þeir verði með allan tíman.“ Klippa: Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun „Hausinn verður að vera rétt skrúfaður á“ Þrátt fyrir að pílukast sé kannski ekki mjög líkamlega erfið íþrótt er ekki á allra færi að ná langt í henni. Páll segir að keppendur þurfi að hafa hausinn skrúfaðan rétt á til að ná árangri. „Þetta er fyrst og fremst hausinn. Hann verður að vera í lagi. Svo er þetta náttúrulega dagsformið, það er í þessari íþrótt eins og öllum öðrum. En hausinn verður að vera rétt skrúfaður á til þess að menn fari í gegnum öll þessi læti og þessa stemningu sem er í Ally Pally.“ Eins og Páll segir er mikil stemning og læti í salnum þegar keppendur eru á sviði og margir áhorfendur mæta í búningum, hver öðrum skrautlegri. „Þetta byrjaði með Wayne Mardle sem er gamall pílukastari. Hann mætti einu sinni í mót árið 1984 í Hawaii-skyrtu og þá einhvernveginn varð allt vitlaust og fólk fór svo að mæta í búningum. Það er verið að kalla eftir því að sjá banana og lögregluþjóna og jólasveina og allar þessar fígúrur og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Páll að lokum. Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pílukast Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti