Vantar 1,5 milljarða í vegina til að standa við kosningaloforðin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2021 22:44 Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kynntur á Kjarvalsstöðum þann 28. nóvember síðastliðinn. Vilhelm Gunnarsson Fimmtánhundruð milljóna króna gat er í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að unnt sé að ráðast í þá vegagerð sem samgönguáætlun mælir fyrir um. Innviðaráðherra neitar því að þetta þýði niðurskurð. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp það sem verið hefur óbrigðult í heimi íslenskra stjórnmála undanfarna áratugi; það að loforðin um vegagerð rétt fyrir kosningar eru skorin niður strax eftir kosningar. Núna er búið að birta fjárlagafrumvarp þar sem 1.500 milljónir króna vantar upp á að unnt sé að standa við aðeins sjö mánaða gamla samgönguáætlun. En hvernig útskýrir innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson þetta gat? Sigurður Ingi fer með samgöngumál í nýrri ríkisstjórn, eins og þeirri síðustu.Sigurjón Ólason „Það var bara tekin pólitísk ákvörðun um það að samgönguáætlunin yrði aðeins bólgnari, aðeins stærri, heldur en fjármálaáætlunin. Vegna þess að - eins og við þekkjum - þá lenda verkefni oft í einhverjum töfum. Og það væri mikilvægt að Vegagerðin hefði þá svigrúm til þess að setja önnur verkefni af stað til þess að viðhalda framkvæmdastiginu og nýta peningana.“ -En fimmtánhundruð milljóna króna gat, þýðir það ekki að þið þurfið að taka niður einhver verkefni sem var búið að lofa í samgönguáætlun? „Nei, það þýðir það ekki. Það þýðir hins vegar að.. að - þá er það áskorun um að bæta í - í fjármálaáætluninni. Og síðan þá að aðlaga samgönguáætlun þegar hún síðan verður endurnýjuð,“ svarar ráðherrann. Brúargerðin yfir Þorskafjörð er eitt stærsta verkið á sviði vegagerðar sem unnið er að um þessar mundir.Arnar Halldórsson Já, það er lofað að bæta í - á næstu árum. „Já, það er nú skrifað í stjórnarsáttmálann. Að við ætlum að halda áfram að efla opinbera fjárfestingu. Og það var vitað, sérstaklega á árunum 2023, 2024 og 2025, að þá vorum við með of lítið fé í samgönguáætlun og það væri verkefni sem þyrfti að takast á við í fjármálaáætlun næstu ára,“ segir Sigurður Ingi. Samt hvarflar það að okkur að 1.500 milljóna gat á næsta ári þýði frestun stórra útboða, eins og breikkun Reykjanesbrautar eða endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og Dynjandisheiði. „Vonandi getur þetta allt gerst á næstu mánuðum þannig að það verði bara framhald á verkefnunum. Það sama gildir þá um Reykjanesbrautina. Þar er verið að klára vinnu við skipulag, deiliskipulag, með sveitarfélaginu og álverinu. Og ég á von á því að það skýrist á næstu vikum og mánuðum og í framhaldinu verða útboð,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. "Við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað." 6. desember 2016 19:00