Virkt eftirlit er grundvöllur verðmætasköpunnar Ögmundur Knútsson skrifar 15. desember 2021 07:30 Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vaxandi umhverfisvitund almennings og auknar kröfur neytenda um að fiskveiðum sé stjórnað með sjálfbærni að leiðarljósi hefur skapað íslenskum sjávarútvegi gott orðspor og samkeppnisforskot. Þetta byggir meðal annars á trausti þess að hér séu vísindalegar nálganir notaðar við stjórn fiskveiða, ábyrg nýting fiskistofna og umgengni við hafið í hávegum höfð. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur gagnrýnt að mjög takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. Ríkisendurskoðun gagnrýndi auk þess Fiskistofu, sem hefur það hlutverk að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar, árið 2018 vegna veikburða og ómarkviss eftirlits. Það kemur íslenskum sjávarútvegi ekki til góða að sú saga nái fótfestu að á Íslandi sé óvirkt fiskveiðieftirlit heldur grefur það undan trúverðugleikanum sem byggst hefur upp. Fiskistofa hefur þegar brugðist við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunnar. Meðal annars hefur stofnunin fjárfest í drónum og var eftirlit með þeim hafi í upphafi þessa árs. Áður en drónar voru teknir í notkun var fjöldi brottkastmála hjá Fiskistofu í kringum 10 mál á ári. Í lok nóvember árið 2021 var fjöldi mála kominn í 142. Það er ljóst að tíðni brottkasts segir ekki allt um magnið sem er hent en ljóst er að tegunda- og lengdarháð brottkast er mun meira en áætlað hefur verið hingað til á Íslandsmiðum. Mikilvægt er að farið verði í átaksverkefni til að áætla brottkastið á Íslandsmiðum og þróuð verði aðferðafræði til að nota gögn frá drónum sem og mælingum gerðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu. Fiskistofa hefur þegar óskað eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæsluna um slíkt verkefni. Samhliða mælingum á brottkast er mikilvægt að farið verði í fræðilega skoðun á hvernig úrræði í fiskveiðistjórnunarkerfinu eru nýtt til að koma í veg fyrir brottkast og hvort styrkja þurfi þau úrræði. Hendum ekki verðmætum og orðsporinu um leið Mikil verðmæti felast í þeim fiski sem er hent við veiðar og ljóst að hægt er að auka verðmætasköpun mikið ef öllum fiski verði landað eins og lög segja til um. Mikilvægt er greinin komi sér upp verklagi og gæðakerfum sem tryggja skaðlausa hegðun. Skilvirkt eftirlit er mikilvægt fyrir greinina í heild sinni til tryggja gott orðspor og samkeppnishæfni hennar. Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi á heimsvísu í tækniþróun og mikilvægt að eftirlit verði það einnig þannig að litið verði til Íslands sem fyrirmynd í umgengni um auðlindina á heimsvísu. Slíkt er hægt með sameiginlegu átaki allra sem að greininni koma og mikilvægt fyrir orðspor íslensks sjávarafurða. Sé það ekki gert grefur það undan vísindalegri nálgun því hún byggir þá ekki lengur á réttum tölum, það grefur svo undan lífríkinu og orðsporinu og þar með sjávarútveginum í heild. Lagaumhverfi Fiskistofu þarf að styrkja til að hægt verði að þróa eftirlitið í takt við þróun tæknibreytinga þar sem horft er á sjálfvirknivæðingar eftirlitsins og ábyrgðar greinarinnar við að sýna fram skaðlausa hegðun. Gott regluumhverfi og eftirlit er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög til að ná fram góðum lífskjörum og almennt séð gera umhverfið þannig úr garði að það sé góður staður til að lifa, starfa og eiga viðskipti í. Skilvirkar og vandaðar eftirlitsstofnanir spila þar lykilhlutverk, en þeim er á sama tíma ætlað að stuðla að framþróun, nýsköpun, aukinni framleiðni og hagvexti. Höfundur er Fiskistofustjóri.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun