Fagna ákvörðun ráðherra en segja enga töfralausn í sjónarmáli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2021 13:00 Willum Þór og Kristín Theodóra Þórarinsdóttir Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag talmeinafræðinga á Íslandi fagnar vilja ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Formaður félagsins segir að um stórt skref sé að ræða og bindur vonir við að samningaviðræður gangi hratt og vel. Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44