„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 10:26 Ásmundur Einar Daðason telst tvímælalaust einn helsti sigurvegari síðustu Alþingiskosninga. Hverju sem það má þakka eða um kenna eftir atvikum. Einn þátttakenda í könnun Maskínu á falsfréttum í aðdraganda kosninga taldi sig hafa séð frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar væri Guð, og vafðist ekki fyrir þeim hinum sama að flokka það sem falsfrétt. vísir/vilhelm Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira