Innlent

Freyja kom Masillik á flot

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ljósmyndari fréttastofu náði myndum af strandinu í gær.
Ljósmyndari fréttastofu náði myndum af strandinu í gær. Vísir/Vilhelm

Grænlenska fiskiskipið Masillik sem strandaði við Vatnsleysuströnd í gærkvöldi er rétt ókomið til hafnar í Hafnarfirði. Áhöfnin á nýja varðskipinu Freyju kom dráttartaug yfir í skipið og var það dregið á flot í morgun þegar fór að flæða að.

Skipið strandaði um 500 metra frá landi og var áhöfn skipsins flutt yfir í Freyju en átján eru í áhöfn. Enginn leki mun hafa komið að skipinu þrátt fyrir strandið. 

Samkvæmt upplýsingum frá varðstöð siglinga gekk vel að draga skipið til hafnar. Aðstæður á strandstað í gærkvöldi voru einnig ágætar; aflandsvindur og lítill sjógangur. 

Þyrla Gæslunnar flaug yfir svæðið í gærkvöldi og varð áhöfnin ekki vör við olíu í sjónum.

Komið til bjargar.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×