Húsnæðisöryggi Drífa Snædal skrifar 17. desember 2021 15:00 Í upphafi covid faraldursins lagði ASÍ áherslu á nokkra þætti sem nauðsynlegt viðbragð við kreppunni. Þeir voru að tryggja afkomu, heilbrigðismál, húsnæðismál, menntun og réttlát umskipti og jöfnuður. Þetta hefur verið rauður þráður í okkar málflutningi síðan, enda hornsteinn lífsgæða vinnandi fólks og alls almennings. Nú þegar við siglum inn í nýtt ár munu einkum húsnæðismálin ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðum næsta haust. Í dag fer húsnæðismarkaðurinn og hækkun nauðsynja langt með að éta upp árangur síðustu kjarasamninga. Við erum óralangt frá þeirri stefnu Alþýðusambandsins að fólk greiði ekki nema 25% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Sumir greiða svo mikið sem 80% tekna í húsaleigu og vextir fara nú hækkandi sem þýðir bara eitt: kjararýrnun. Sú rýrnun kemur verst við þau sem höllustum fæti standa og þau sem hafa þurft að spenna bogann hátt til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú stefna sem rekin hefur verið, að láta hinn ósýnilega markað tryggja húsnæðisöryggi, er gjaldþrota. Húsnæðismarkaðurinn á ekki að vera gróðatækifæri fyrir fjárfesta eða verktaka og hann á ekki að vera undirstaða ofsahagnaðar í útlánum. Húsnæðismarkaðurinn á að tryggja húsnæðisöryggi – að fólk búi við góðar aðstæður á viðráðanlegum kjörum. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Skilja þarf á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og styrkja þarf óhagnaðardrifin leigufélög. Koma þarf böndum á verðtrygginguna og dreifa ábyrgðinni á afborganaflökti á milli lánveitenda og lántaka. Það þarf að koma reglum á útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna svo sú þjónusta gangi ekki freklega á húsnæðisöryggi. Nýta þarf tilfærslukerfin, vaxtabætur og húsaleigubætur, til að draga úr húsnæðiskostnaði þeirra tekjulægri og svo þarf að sjálfsögðu að gera stórátak í húsnæðisuppbyggingu með félagslega hugsun að leiðarljósi. Það er verk að vinna og verkalýðshreyfingin mun ekki halda að sér höndum í þessu stærsta kjaramáli dagsins í dag, frekar en fyrri daginn. Í gegnum tíðina hafa verið gerð stór átök í húsnæðismálum í samstarfi við hreyfingu vinnandi fólks. Tími slíks átaks er runninn upp á ný. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Húsnæðismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í upphafi covid faraldursins lagði ASÍ áherslu á nokkra þætti sem nauðsynlegt viðbragð við kreppunni. Þeir voru að tryggja afkomu, heilbrigðismál, húsnæðismál, menntun og réttlát umskipti og jöfnuður. Þetta hefur verið rauður þráður í okkar málflutningi síðan, enda hornsteinn lífsgæða vinnandi fólks og alls almennings. Nú þegar við siglum inn í nýtt ár munu einkum húsnæðismálin ráða úrslitum um hvernig til tekst í kjaraviðræðum næsta haust. Í dag fer húsnæðismarkaðurinn og hækkun nauðsynja langt með að éta upp árangur síðustu kjarasamninga. Við erum óralangt frá þeirri stefnu Alþýðusambandsins að fólk greiði ekki nema 25% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Sumir greiða svo mikið sem 80% tekna í húsaleigu og vextir fara nú hækkandi sem þýðir bara eitt: kjararýrnun. Sú rýrnun kemur verst við þau sem höllustum fæti standa og þau sem hafa þurft að spenna bogann hátt til að koma sér þaki yfir höfuð. Sú stefna sem rekin hefur verið, að láta hinn ósýnilega markað tryggja húsnæðisöryggi, er gjaldþrota. Húsnæðismarkaðurinn á ekki að vera gróðatækifæri fyrir fjárfesta eða verktaka og hann á ekki að vera undirstaða ofsahagnaðar í útlánum. Húsnæðismarkaðurinn á að tryggja húsnæðisöryggi – að fólk búi við góðar aðstæður á viðráðanlegum kjörum. Til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Skilja þarf á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og styrkja þarf óhagnaðardrifin leigufélög. Koma þarf böndum á verðtrygginguna og dreifa ábyrgðinni á afborganaflökti á milli lánveitenda og lántaka. Það þarf að koma reglum á útleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna svo sú þjónusta gangi ekki freklega á húsnæðisöryggi. Nýta þarf tilfærslukerfin, vaxtabætur og húsaleigubætur, til að draga úr húsnæðiskostnaði þeirra tekjulægri og svo þarf að sjálfsögðu að gera stórátak í húsnæðisuppbyggingu með félagslega hugsun að leiðarljósi. Það er verk að vinna og verkalýðshreyfingin mun ekki halda að sér höndum í þessu stærsta kjaramáli dagsins í dag, frekar en fyrri daginn. Í gegnum tíðina hafa verið gerð stór átök í húsnæðismálum í samstarfi við hreyfingu vinnandi fólks. Tími slíks átaks er runninn upp á ný. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar