Kane slapp við rautt því Robertson hoppaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2021 14:30 Paul Tierney sýnir Harry Kane gula spjaldið. Liverpool-menn vildu sjá annan lit á spjaldinu. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA Harry Kane var ekki rekinn af velli fyrir brotið á Andy Robertson því Skotinn hoppaði þegar hann var tæklaður. The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
The Athletic greinir frá þessu og segir þetta ástæðuna fyrir því að myndbandsdómararnir töldu gult spjald næga refsingu fyrir Kane. Enski landsliðsfyrirliðinn hafði komið Spurs í 1-0 nokkrum mínútum áður. Liverpool-menn voru afar ósáttir við að Paul Tierney skyldi ekki hafa rekið Kane af velli þegar hann tæklaði Robertson harkalega eftir um tuttugu mínútna leik. Ekki bætti úr skák þegar Tierney dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Diego Jota féll í teignum. Robertson var sjálfur rekinn af velli þegar þrettán mínútur voru til leiksloka fyrir brot á Emerson Royal. Skömmu áður hafði Son Heung-min jafnað í 2-2 sem urðu lokatölur. Eftir leikinn skammaðist Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í Tierney og sagðist ekki eiga í vandræðum með neinn dómara í ensku úrvalsdeildinni nema hann. Klopp gagnrýndi Tierney svo í viðtali eftir og sagði hann hlutdrægan. „Ég vil bara fá óhlutdrægan dómara sem sér atvikin og dæmir þau. Hann sagði mér að hann sagði að Jota hefði stoppað viljandi. Það er ótrúlegt. Hann var í bestu stöðunni á vellinum. Þú verður að spyrja hann um hvað ég hef eiginlega gert honum,“ sagði Klopp. „Ég held að við séum öll sammála um að þetta var klárt rautt spjald. Ég þarf bara að spyrja tvo menn og það er herra Tierney og hver sem var yfir VAR. Það er hægt að gefa Robertson rautt spjald og hann veit það sjálfur. Harry átti aldrei að vera inn á vellinum í seinni hálfleik og segðu mér þá hvernig leikurinn hefði endað. Ef herra Tierney sér það ekki þá skila ég það. En VAR var greinilega með á nótunum því þeir báðu hann um að sjá atvikið með Robertson,“ sagði Klopp. Kane fannst sjálfum ekkert að tæklingunni á Robertson og sagðist ekki hafa brotið af sér. „Nei klárlega ekki. Þetta var hörð tækling en ég vann boltann. Ég hef ekki séð þetta aftur en í svona leikjum eru alltaf harðar tæklingar. Þeir skoðuðu þetta og við héldum áfram,“ sagði Kane eftir leik. „Ég bjóst ekki einu sinni við gulu spjaldi og Andy sagði við mig á vellinum: þú rétt snertir á mér fótinn. Þegar þú spilar svona með hægri endursýningu geta hlutirnir litið verr út en þeir eru í raun.“ Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Næsti leikur Liverpool er gegn Leeds United á öðrum degi jóla. Tottenham er í 7. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00 Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Klopp: Kane hefði getað fótbrotið Robertson Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði frammistöðu dómarateymisins að umtalsefni í viðtali eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. desember 2021 20:00
Fjögur mörk og rautt spjald á loft þegar Tottenham og Liverpool skildu jöfn Tottenham og Liverpool skildu jöfn í bráðfjörugum leik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik helgarinnar. 19. desember 2021 18:40
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn