Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 15:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34