Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 16:02 Þórólfur Guðnason vill herða sóttvarnaaðgerðir til muna eftir að smitfjöldi er hér viðvarandi í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði nýjasta minnisblaði sínu til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur Þórólfur til töluvert strangari sóttvarnaaðgerðir en hafa verið við lýði undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þess á meðal 20 manna samkomubann og að skólarnir byrji ekki aftur eftir jólafrí fyrr en 10. janúar. Þórólfur leggur yfirleitt til nokkrar leiðir fyrir stjórnvöld til að reyna að ná taki á faraldrinum. Metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær, 220 manns. Það er líka sérstaklega mikið þegar tekið er tillit til þess að það var sunnudagur, en það hefur verið sá dagur sem fæst smit greinast alla jafna því fólk er ekki eins duglegt að láta skima sig um helgar. Fréttastofa hefur ekki fengið upplýsingar um tillögur Þórólfs að hertum aðgerðum varðandi skemmtistaði eða sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig stærri viðburðum verður háttað varðandi hraðpróf. Sérstök ráðherranefnd um samræmingu aðgerða hittist á fjarfundi klukkan 15 í dag til að fara yfir tillögur Þórólfs. Framhald sóttvarnaaðgerða verður svo líklega tilkynnt að loknum ríkisstjórnarfundi sem hefst klukkan 9:30 í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna að óbreyttu út á miðnætti 22. desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02