Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en bílaleigubifreið sem Almar var á fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Aðstandendur vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Víðtæk leit stóð yfir að Almari eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum í gær og komu fjölmargir að leitinni, þar á meðal lögregla, björgunarsveitir, Landhelgisgæslan og fjöldi sjálfboðaliða.