Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 10:58 Deilan snerist um útboð á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi. Vísir/Arnar Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað. Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað.
Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18