Tíu leikmenn Sevilla héldu út gegn Börsungum 21. desember 2021 22:27 Börsungum mistókst að nýta sér liðsmuninn í kvöld. Xavier Bonilla/NurPhoto via Getty Images Sevilla og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Sevilla léku seinustu 35 mínútur leiksins manni færri, en Börsungar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Alejandro Gomez kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir stoðsendingu frá fyrrum Barcelona-manninum Ivan Rakitic. Ousmane Dembele lagði upp jöfnunarmark Börsunga fyrir Ronald Araujo á seinustu m+ínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Sevilla missti mann af velli á 64. mínútu þegar að Jules Kounde var sendur í sturtu fyrir afar kjánalegt brot. Jordi Alba ýtti þá létt í bakið á Kounde þegar hann var að taka upp boltann til að taka innkast. Í staðin fyrir að leiða það hjá sér þá fauk í Kounde sem ákvað að grýta boltanum í andlitið á Alba. Jules Kounde gets a straight red for throwing the ball at Jordi Alba's face 😳 pic.twitter.com/SjLC6yTdHv— ESPN FC (@ESPNFC) December 21, 2021 Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Börsungum ekki að finna sigurmarkið og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sevilla situr í öðru sæti deildarinnar með 38 stig eftir 18 leiki og fer inn í jólahátíðina fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid. Börsungar hefðu getað komið sér í Meistaradeildarsæti með sigri, en liðið situr þess í stað í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig. Spænski boltinn
Sevilla og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Sevilla léku seinustu 35 mínútur leiksins manni færri, en Börsungar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Alejandro Gomez kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik eftir stoðsendingu frá fyrrum Barcelona-manninum Ivan Rakitic. Ousmane Dembele lagði upp jöfnunarmark Börsunga fyrir Ronald Araujo á seinustu m+ínútu fyrri hálfleiks og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Sevilla missti mann af velli á 64. mínútu þegar að Jules Kounde var sendur í sturtu fyrir afar kjánalegt brot. Jordi Alba ýtti þá létt í bakið á Kounde þegar hann var að taka upp boltann til að taka innkast. Í staðin fyrir að leiða það hjá sér þá fauk í Kounde sem ákvað að grýta boltanum í andlitið á Alba. Jules Kounde gets a straight red for throwing the ball at Jordi Alba's face 😳 pic.twitter.com/SjLC6yTdHv— ESPN FC (@ESPNFC) December 21, 2021 Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Börsungum ekki að finna sigurmarkið og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Sevilla situr í öðru sæti deildarinnar með 38 stig eftir 18 leiki og fer inn í jólahátíðina fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid. Börsungar hefðu getað komið sér í Meistaradeildarsæti með sigri, en liðið situr þess í stað í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti