Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 10:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir að ríkisstjórn sé ekki skýrari í því hvort styðja eigi við fólk og fyrirtæki sem verði fyrir skaða vegna sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. „Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14