Neyðumst til að bregðast við breyttum eiginleikum veirunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2021 11:27 Þórólfur sagði samstöðuna mikilvæga. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn er og hefur verið óútreiknanlegur, sem hefur neytt yfirvöld til að aðlaga sóttvarnaaðgerðir að nýjum eiginleikum veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Hann sagði menn hafa verið bjartsýna um það síðasta sumar að verið væri að ná tökum á veirunni með tveimur skömmtum gegn Covid-19 en delta hefði breytt þeirri mynd. Þá hefði verið gripið til þess ráðs að gefa örvunarskammt en nú væri enn eitt afbrigðið komið fram, ómíkron, sem hefði eiginleika sem hefðu sett allar áætlanir í uppnám. Hverjir eru þeir eiginleikar? Jú, sagði sóttvarnalæknir, afbrigðið er í fyrsta lagi smitnæmara; það er segja fleiri smitast á styttri tíma. Tvöföldunartími ómíkron sé talinn um tveir til þrír dagar en tvöföldunartími delta var um fjórir dagar. Meðgöngutíminn sé styttri; þrír dagar í stað fjögurra. En veldur ómíkron öðruvísi veikindum? Þórólfur segir einkennin svipuð og áður en vísbendingar séu uppi, sérstaklega í Suður-Afríku og Danmörku, um að afbrigðið valdi vægari veikindum en önnur afbrigði. Þó beri að hafa í huga að þeir sem hafa verið að veikjast í Danmörku séu flestir ungir og hraustir. 0,8 prósent hafi þurft að leggjast inn með ómíkron en hlutfallið hafi verið 1,5 með delta. Sóttvarnalæknir sagði þetta góð tíðindi en hafa þyrfti í huga að ef margir veiktust á sama tíma væru líkur á að fjöldi þyrfti á innlögn að halda, sem gæti skapað mikið álag á heilbrigðiskerfið. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Bólusetningar veittu einhverja vernd gegn smiti og vægum einkennum en örvunarskammturinn mun betri og þá ekki síst gegn alvarlegum sjúkdóm og dauða. Þórólfur sagði útlit fyrir að greindum myndi fjölga mikið á næstu dögum og nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand á Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum. Aðferðirnar væru þekktar; bólusetningar, grímunotkun, að virða fjarlægðarmörk og virða sóttvarnareglur. Sóttvarnalæknir sagði áframhaldandi samstöðu gríðarlega mikilvæga. Það væri mikil þreyta og uppgjöf í samfélaginu en við mættum ekki láta það draga úr okkur móðinn. Sagðist hann sannfærður um að bólusetningar og aðgerðir myndi gera okkur kleift að ná árangri þannig að hægt yrði að aflétta aðgerðum sem fyrst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira