Ásamt þessum níu útispilurum segist hann hafa þrjá markmenn og svo leikmenn úr unglingaliðum félagsins. Þrátt fyrir þetta var beiðni þeirra um að fá leiknum frestað hafnað af ensku úrvalsdeildinni.
„Við erum með sex leikmenn að glíma við meiðsli og aðra fimm með kórónuveiruna,“ sagði Benitez á blaðamannafundi fyrr í dag. „Mér finnst þetta ósanngjarnt.“
„Með öll þessi meiðsli og veikindi þá bjuggumst við við því að leiknum yrði frestað. Nú þarf ég að athuga hvort að ég eigi til ellefu leikmenn sem eru heilir og finna út hvar ég get látið þá spila á vellinum. Ég er mjög hissa á því að við séum að fara að spila þennan leik.“
Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar þurfa liðin að spila sína leiki ef þau eru með 13 leikmenn sem eru heilir, auk eins markmanns.
On? Off? 🤔
— BBC Sport (@BBCSport) December 23, 2021
Everton boss Rafael Benitez says he is "really surprised" his side's game against Burnley is still on. #bbcfootball #BUREVE