Greindust öll á landamærunum og verða saman á jólunum Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 23:00 Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Kristný Þorgeirsdóttir, Berglind Egilsdóttir, Logi Árnason, Gunnar Sveinn Sigfússon, Agnes Gunnarsdóttir, Egill Orri Árnason, Gabríela Ýr Þorvaldsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir og Arnór Snær Sigurðsson. Aðsend mynd Níu manna vinahópur sem kom frá Puerto Rico í fyrradag greindist allur með Covid-19 við komuna til landsins. Í stað þess að húka í einangrun hvert um sig ákváðu þau að framlengja fríið öll saman í sumarbústað á Snæfellsnesi yfir jólin. Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Þessir níu heilsuhraustu og að langmestu leyti einkennalausu Covid-sjúklingar eru á meðal þeirra 2.600 sem eru í einangrun þessa stundina, nú daginn fyrir jól. Fréttastofa tók hús á krökkunum í gegnum skjáinn, fékk ferðasöguna og lýsingar á skrýtnum jólum fram undan: Þrír hafa smitast áður „Við vorum öll saman erlendis í Puerto Rico í nokkuð skemmtilegri ferð. Komum svo heim, öll sýkt, og sáum fram á að þurfa að vera ein á jólunum og jóladag, jafnvel áramótunum. Og þá lá bara beinast við að gera þetta saman,“ segir Páll Orri Pálsson í samtali við fréttastofu. Hópurinn kom sér fyrir í húsi einnar stelpunnar í sumarbústað á Snæfellsnesi þar sem jólin verða haldin hátíðleg. Skárri einangrun en í fyrra skiptið, segja þrír í hópnum sem hafa fengið Covid áður. Þá grunar að hér sé omíkron á ferð en talið er að meðgöngutími þess afbrigðis sé mun styttri en annarra. Covid-19, hvað er það?Aðsend mynd „Þetta var ótrúlegt af því að maðurinn sem við fengum að vita að hefði verið með þetta úti var ekki í nánd við okkur öll. Þannig að þetta hefur einhvern veginn ferðast á milli okkar. Þetta er greinilega mjög smitandi já,“ segir Gunnar Sveinn Sigfússon. Hópurinn greindist 21. desember þannig að allar líkur eru á að hann verði áfram í einangrun á gamlárskvöld. Saknið þið ekkert mömmu og pabba? Jú, segja krakkarnir, þannig séð. En þetta er ekki svo slæmt: „Það væri gaman að hitta þau en við gerum bara allt þetta sama. Við stillum bara á Bubba í kvöld á Þorláksmessu og við erum að setja upp jólatré,“ segir Páll Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12