Gestirnir í Obradoiro tóku forystuna snemma leiks og náðu mest 11 stiga forskoti í fyrsta leikhluta. Martin og félagar réttu úr kútnum áður en leikhlutanum lauk og minnkuðu muninn í 18-24.
Annar leikhluti spilaðist nánast eins og sá fyrsti. Gestirnir náðu 11 stiga forskoti, en Martin og félagar minnkuðu aftur í sex fyrir hálfleik og staðan var 32-38 þegar gengið var til búningsherbergja.
Heimamenn í Valencia mættu grimmir til leiks eftir hálfleikinn og komust yfir snemma í þriðja leikhluta. Þegar komið var að lokaleikhlutanum höfðu Martin og félagar náð átta stiga forskoti og staðan orðin 59-51.
Valencia jók forskot sitt í lokaleikhlutanum og vann að lokum nokkuð öruggann tuttugu stiga sigur, 91-71. Liðið situr nú í fjórða til áttunda sæti ACB deildarinnar með 16 stig eftir 14 leiki, sex stigum meira en Obradoiro sem situr í 15. sæti.
Martin skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu.