Hann þurfti hins vegar að draga sig úr leikmannahópnum þar sem að hann greindist með kórónuveiruna.
Baker gekk til liðs við Chelsea árið 2005, þá aðeins níu ára gamall. Hann fór í gegnum unglingastarf liðsins og í janúar árið 2014 lék hann sinn fyrsta og eina leik hingað til fyrir félagið þegar hann kom inn á sem varamaður á 87. mínútu í 2-0 sigri gegn Derby í FA bikarnum.
Síðan þá hefur hann verið á láni hjá hinum ýmsu félögum. Þar á meðal eru lið á borð við Leeds, Middlesbrough, Vitesse og nú síðast Trabzonspor.
Það er því óhætt að tala um að langþráð tækifæri væri að birtast þessum 26 ára miðjumanni þegar hann var valinn í byrjunarlið Chelsea í vikunni. En eins og flestir ættu að vera farnir að vita er veiran brellin og brögðótt og hún sá til þess að Baker þarf að bíða eitthvað lengur eftir sínu tækifæri.
The strange case of Lewis Baker, such a great hope for club and country when he made his Chelsea debut in Jan 2014.
— Oliver Kay (@OliverKay) December 24, 2021
Nearly 8 years on, still a #CFC player but that remains his only appearance.
8 loans, unexplained exile and now a untimely Covid infectionhttps://t.co/46mTtlzxVx