Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 21:41 30 kílógrömm af grasi er á við heildarmagn haldlagt árið 2017 á öllu landinu. Vísir/Snorri Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur. Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði. Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði.
Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25
Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22
Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00