Þá tökum við stöðuna á faraldrinum í Vestmannaeyjum en hópsmit er komið upp á hjúkrunarheimili þar í bæ.
Ennfremur verður rætt við lögfræðing sem í dag ætlar að láta reyna á það fyrir dómi hvort hægt sé að skylda einkennalaust fólk í einangrun í faraldrinum.
Einnig heyrum við í varaþingmanninum Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem í dag tók sæti á Alþingi. Hún er sú yngsta í sögunni til að setjast á þing.