Baðst afsökunar á gallabuxunum: „Ég er kominn í ný föt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. desember 2021 14:26 Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins mætti í gallabuxum í þingsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni en nú þingmaður Flokks fólksins, baðst í dag á þingi afsökunar á því að hafa stigið í ræðustól í gallabuxum á dögunum. Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu. Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu.
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01
Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37
Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42