Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. desember 2021 19:00 Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun