Frá þessu er meðal annars greint á samfélagsmiðlum Vestra, en Benyu er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður.
Kundai Benyu valinn í landslið Zimbabwe!
— Vestri - Fótbolti (@VestriF) December 28, 2021
Tilkynnt hefur verið um hóp landsliðs Zimbabwe og er þar eitt kunnulegt nafn á lista en okkar eigin Kundai Benyu er í hópnum.
Kundai mun því halda utan til móts við liðið en hópurinn kemur saman þann 30. des.
Til hamingju Kundai! pic.twitter.com/nXu6zg1M8J
Benyu gekk í raðir Vestra frá Wealdstone á Englandi í febrúar á þessu ári. Hann ólst upp hjá Ipswich Town áður en hann færði sig yfir til Celtic í skosku úrvalsdeildinni þar sem hann lék einn leik fyrir félagið.
Lokahópur Simbabve var kynntur í gær. Benyu er ekki eini leikmaður íslensku deildanna sem mun taka þátt í Afríkumótinu, en Kwame Quee, leikmaður Víkings mun leika með landsliði Síerra Leone.