Því var mótmælt að fólk væri skikkað í einangrun fyrir einhverju sem hópurinn kýs að kalla „kvef eða hálsbólgu.“
Göngufólk efast um heilindi lyfjafyrirtækja og öryggi bóluefna og telur að verið sé að brjóta mannréttindi. Þótt bóluefnin gegn Covid byggi á áratuga rannsóknum segir hópurinn að um tilraunalyf sé að ræða.

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í fyrrakvöld að sóttvarnayfirvöldum væri heimilt samkvæmt lögum að skikka þá sem greinast með kórónuveiruna í tíu daga einangrun.