Lukaku gagnrýnir Tuchel og segist ætla að snúa aftur til Inter í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. desember 2021 19:01 Romelu Lukaku er ekki sáttur við leikkerfið sem Thomas Tuchel vill spila. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur gagnrýnt leikskipulag Thomas Tuchel, þjálfara Chelsea. Þá segist hann ekki vera ánægður með hvernig hann skildi við Ítalíumeistara Inter og að hann muni snúa aftur til þeirra í framtíðinni. Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum. Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Lukaku gekk til liðs við Chelsea á nýjan leik í sumar, en Lundúnaliðið greiddi tæpar hundrað milljónir punda fyrir þjónustu framherjans. Lukaku hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla á tímabilinu, en hefur þó skorað í seinustu tveim deildarleikjum sínum fyrir Chelsea sem situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Í samtali við Sky Sports á Ítalíu segist Lukaku ekki vera ánægður með stöðuna hjá Chelsea og gagnrýnir leikskipulag þjálfarans. „Líkamlega er ég í góðu standi. En ég er ekki ánægður með stöðu mála hjá Chelsea,“ sagði Lukaku. „Tuchel hefur ákveðið að breyta um leikkerfi - en ég gefst ekki upp, ég mun vera fagmannlegur. Ég er ekki ánægður með stöðuna, en ég er atvinnumaður og má ekki gefast upp núna.“ Romelu Lukaku to @SkySport: "Physically I am fine. But I'm NOT happy with the situation at Chelsea. Tuchel has chosen to play with another system - I won't give up, I'll be professional. I am not happy with the situation but I am professional - and I can't give up now". 🔵 #CFC pic.twitter.com/KGNoJ10cwp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 30, 2021 Þá opinberaði framherjinn einnig ást sína á sínu fyrrum félagi, Inter, og segist óánægður með það hvernig hann yfirgaf félagið. Hann segist einnig vita að hann muni snúa aftur einn daginn. „Ég held að allt sem gerðist í sumar hafi ekki átt að gerast svona. Hvernig ég yfirgaf Inter, hvernig ég yfirgaf klúbbinn og hvernig ég miðlaði upplýsingum til aðdáenda. Þetta truflar mig af því að þetta var ekki rétti tíminn,“ sagði framherjinn. „Nú er rétti tíminn til að segja hvernig mér líður. Ég hef alltaf sagt að Inter eigi stað í hjarta mínu. Ég veit að ég mun snúa aftur, ég vona það innilega.“ „Ég er ástfanginn af Ítalíu og þetta er rétti tíminn til að tala um þetta og láta fólk vita hvað gerðist í raun og veru. Ég vona innilega að ég snúi aftur til Inter. Ekki til að klára ferilinn, heldur þegar ég er enn í mínu besta formi, til að vinna fleiri titla með liðinu. Ég vil biðja stuðningsmenn Inter afsökunnar. Tímasetning orða minna var röng og það sem þið gerðuð fyrir mig mun ég muna að eilífu,“ sagði Lukaku að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti