Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 14:08 Inga Sæland ákvað að taka ekki þátt í Kryddsíldinni í ár. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira