Inga ekki í Kryddsíldinni með nýútskrifaðri Þórdísi Kolbrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2021 14:08 Inga Sæland ákvað að taka ekki þátt í Kryddsíldinni í ár. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í dag að hún yrði ekki með í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Yfir 1.500 manns greindust með Covid hér á landi í gær. Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis. Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Inga að nokkrir þættir hafi ráðið ákvörðun hennar. Meðal annars það að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra yrði í þættinum, en hún hefur nýlokið sjö daga einangrun eftir að hafa greinst með Covid. Einangrunartími var styttur úr tíu dögum í sjö í gær. „Það er allavega liður í því, en eigum við ekki að segja líka 1.600 smit í dag og maðurinn minn með með parkinsons og undirliggjandi sjúkdóma séu allt að blandast saman í það að reyna að vera ábyrgur,“ segir Inga. Hún segist þá hafa rætt við sóttvarnalækni í löngu máli í morgun. Eftir það samtal hafi hún endanlega afráðið að mæta ekki í þáttinn. Hún segist þá hafa boðið öðrum þingmönnum flokksins að mæta í sinn stað, en alls staðar hafi sama afstaða ráðið ferðinni. Það væri samfélagslega ábyrgt að mæta ekki. Leiðinlegt að hafa Ingu ekki með „Ég hef ekki trú á því að þau sem hafa ráðlagt okkur til þessa séu að stytta þetta niður í sjö daga vegna þess að það sé áfram hættulegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í Kryddsíldinni, innt eftir viðbrögðum við afstöðu Ingu. Þórdís Kolbrún segir þá að sér þyki leitt að Inga hafi ekki treyst sér til þess að mæta, enda væri skemmtilegra að hafa hana með. „Auðvitað er það þannig að fólk verður að geta tekið ákvörðun út frá sínum forsendum og þetta er líka ágætis áminning, bæði til mín og annarra, að við erum öll á mismunandi stað í þessu. Bæði gagnvart okkur sjálfum, okkar fólki og þessum tilfinningum sem eru mjög ólíkar milli einstaklinga.“ Aðspurð hvort staðan væri nú sú að þeir sem hræðist veiruna meira en aðrir eigi nú að loka sig af sagðist Þórdís Kolbrún ekki telja svo vera. Hún teldi hins vegar alveg hættulaust að sitja við Kryddsíldarborðið, enda væri sóttvarnaráðstafana vel gætt, eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis.
Kryddsíld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira