Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:59 Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar