Það eru því rétt tæplega tvö ár síðan að Jones lék keppnisleik með aðalliði Manchester United, en það var gegn Tranmere Rovers í bikarnum. United vann leikinn 6-0 og Phil Jones skoraði eitt marka United.
The last time Phil Jones played for the Red Devils?
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) January 3, 2022
January 26 2020 - Tranmere Rovers 0-6 Manchester United
Guess who was on the scoresheet 👀 #MUNWOL #bbcfootball
Jones hefur glímt við þrálát meiðsli síðan, en fjarvera Harry Maguire, Victor Lindelöf og Eric Bailly gerir það að verkum að hann gengur beint inn í byrjunarliðið í hjarta varnarinnar við hlið Raphael Varane.
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri United, segir að eftir að hafa fylgst með Jones á æfingum og í leikjum með U-23 ára liði United undanfarnar fjórar vikur hafi það verið rökrétt ákvörðun að gefa honum tækifærið.
„Ég get aðeins dæmt Phil Jones út frá seinustu fjórum vikum og hann hefur alltaf verið mjög fagmannlegur. Hann hefur tekið mikinn þátt og fyrst að hinir þrír miðverðirnir eru úr leik þá var það rökrétt ákvörðun að velja hann,“ sagði Rangnick í viðtali fyrir leikinn.