Brandin Echols er nýliði í NFL-deildinni og hann fékk tækifæri til að mæta meisturum Tampa Bay Buccaneers um síðustu helgi. Hann er varnarmaður og mótherjinn var besti sóknarmaður allra tíma.
Echols og félagar í New York Jets í liðinu stóðu sig vel á móti Tom Brady og félögum og voru lengi vel yfir í leiknum.
Echols náði því meðal annars að stela einni sendingu frá Brady í leiknum. Hann lét ekki boltann úr hendi og fór með hann á bekkinn sinn.
Eftir leikinn þá tók Echols boltann með sér þegar hann þakkaði Brady fyrir leikinn. Hann gerði meira en það því hann fékk Brady til þess að árita boltann sem og Brady gerði.
Tom Brady er án efa besti leikmaður NFL-deildarinnar, sá sem hefur unnið langflesta titla og er enn að spila í heimsklassa 44 ára gamall.
Það að leikmaður mótherjanna bað hann um áritun þótti mörgum stuðningsmönnum Jets full mikil virðing.
Það er líka virðingarvert að Brady hafi verið tilbúinn að skrifa á boltann en þar hjálpaði án efa til að hann hafði leitt endurkomu Buccaneers liðsins og enn á ný tryggt liði sínu sigur með frábærri lokasókn.
Brady out here signing autographs for Jets players after beating them again pic.twitter.com/L4ITSMKkvz
— NFL Memes (@NFL_Memes) January 2, 2022