600 milljóna ólögmæt úttekt úr rekstri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 12:54 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ), eigandi Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, tók um 600 milljónir króna út úr stofnuninni á fimmtán árum með ólögmætum hætti. Þetta er niðurstaða úttektar eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands á Heilsutofnuninni sem Kjarninn birtir ítarlega umfjöllun um í dag. Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Heilsustofnunin í Hveragerði var stofnuð árið 1955 og er, eins og áður segir, í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Kjarninn rekur í ítarlegri umfjöllun sinni að árið 1991 hafi verið gerður samningur milli heilbrigðisráðuneytisins og NLFÍ um að opinberu fé yrði veitt í rekstur Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Í bréfi sínu vísar eftirlitsdeild Sjúkratrygginga til bókana sem gerðar voru um hvað fælist í samningnum og telur framferði NLFÍ ekki í samræmi við þær. Samningurinn tryggir Heilsustofnuninni næstum milljarð króna á ári úr ríkissjóði. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir með umfjöllun sinni en fréttastofa hefur einnig óskað eftir að fá sent, segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Rekstrarfé hafi til dæmis verið nýtt til „heilsutengdrar ferðaþjónustu“ sem ekki sé samningsbundin starfsemi. Samkvæmt svokölluðum „hreyfingalista“ 2018 hafi enn fremur verið greiddar 20 milljónir króna vegna gerðar viðskiptaáætlunar, ótengdri rekstri Heilsutofnunarinnar. Hátt gistigjald látið standa undir rekstrinum Kostnaði vegna þess sem talið er hér að ofan sé velt yfir á sjúklinga. „Hið háa gistigjald, sem þeir sem njóta endurhæfingar eru látnir greiða, er látið standa undir þessu[m] rekstri. Í fyrra bréfi eftirlitsdeildar til HNLFÍ var bent á hversu mjög gistigjaldið hefur verið hækkað og langt umfram það sem áður var samið um. Aldrei var veitt heimild til slíkrar úttektar og hún er beinlínis í andstöðu við samninginn,“ segir í bréfi eftirlitsdeildar. Sjúkratryggingar setja loks fram eftirfarandi úrbótakröfur og áréttar að frekari brot á samningi kunni að leiða til þess að samningnum við NLFÍ, sem rennur út í mars næstkomandi, verði rift. Náttúrulækningafélag Íslands hætti að taka árlega arðgreiðslu út úr rekstri Heilsustofnunarinnar enda engin heimild fyrir því. Skilið verði á milli rekstrar Heilsustofnunar og annars óskylds rekstrar í bókum stofnunarinnar, sbr. greinar 10.2 og 10.3 í samningi milli SÍ og HNLFÍ. Samkomulag um fasteignir og lóðarréttindi frá 1991 verði efnt. Að öðrum kosti verði allt fjarlægt úr reikningum stofnunarinnar sem lýtur að skuldbindingum og skyldum sem tengjast fasteignum og lóðarréttindum. HNLFÍ leggi þá fram ábyrgðaryfirlýsingu frá banka svo sýna megi fram á jákvætt eigið fé sem væri að minnsta kosti 1/3 af ársveltu. Gjald sem tekið er af þeim sem sækja þverfaglega endurhæfingu verði lækkað umtalsvert þannig að það endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Þá vilja SÍ árétta, í samræmi við 2. tl. 48. gr. laga um sjúkratryggingar, að frekari brot á samningi kunna að leiða til þess að SÍ meti önnur vanefndarúrræði, s.s. riftun samnings. „Ólögmæt riftun“ hafi „grafalvarlegar afleiðingar“ Kristján B. Thorlacius, lögmaður forsvarsmanna NLFÍ og Heilsustofnunarinnar, segir í svarbéfi til Sjúkratrygginga, sem Kjarninn birtir einnig með umfjöllun sinni, að ekki sé hægt að fallast á sjónarmið Sjúkratrygginga í málinu. Fulltrúar Heilsustofnunarinnar séu til dæmis ósammála því að óhóflegt daggjald sé rukkað af sjúklingum. Hækkanir á því hafi fyrst og fremst stýrst af hækkun verðlags á undanförnum árum. „Í ljósi þess að í bréfi eftirlitsdeildar er því hótað að gripið verði til riftunar samnings gagnvart umbjóðendum mínum skal áréttað að lögformleg skilyrði riftunar eru alls ekki til staðar í málinu,“ segir Kristján í lok bréfsins. „Ólögmæt riftun getur haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir umbjóðendur mína, þá sem þangað sækja þjónustu og endurhæfingu, svo og starfsmenn og íbúa á Suðurlandi. Grípi SÍ, þrátt fyrir þetta, til þess að rifta samningi aðili áskilja umbjóðendur mínir sér rétt til að krefja Sjúkratryggingar Íslands um bætur fyrir allt það tjón, beint og óbeint, sem af slíkri riftun kann að leiða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira