„Gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 22:05 Gæsluvarðhaldið varir til 26. janúar í mesta lagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík. Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent