Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira