Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 19:01 Málið var leyst á staðnum og fékk maðurinn sínar vörur. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn. „Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Þetta var maður af erlendu bergi brotinn sem gat framvísað vottorði frá sínu heimalandi um að út af hans líkamsástandi þá sé hann undanþegin grímuskyldu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Starfsfólk verslunarinnar aðstoðaði svo manninn við að klára viðskiptin á meðan hann beið utandyra. „Þetta var bara leyst og flott hjá starfsfólkinu að klára málið. Það er afskaplega sjaldgæft að fólk sé með svona vottorð og fæstir hafa séð hvernig þau líta út. Þegar menn framvísa einhverju sem menn hafa aldrei séð þá eru þeir kannski ekki alveg með það á hreinu hvað á að gera.“ Fyrirtæki þurfi ekki að veita undantekningu Ásgeir segir að þó einstaklingur geti framvísað gildum skjölum um undanþágu frá grímuskyldu þá sé það undir versluninni komið hvort þeir fái að koma þangað inn. „Þeir eru alveg með forræðið á því hvaða reglur gilda þar innandyra. Ef það væri grímuskylda á almannafæri þá gætir þú framvísað svona vottorði en ef það eru reglur fyrirtækisins sem segja að það sé grímuskylda án undantekninga þá bara er það svoleiðis.“ Ásgeir segir það afar sjaldgæft að aðilar óski eftir aðstoð lögreglu við að framfylgja grímuskyldu. „Það var einhver æsingur þarna aðeins í byrjun en þegar það var búið að vinda ofan af þessu þá skildu menn bara sáttir og það voru engir eftirmálar. Verslunin fékk viðskiptin, kúnninn fékk vörurnar og það var engin kæra svo þetta var bara eins og best verður á kosið,“ segir Ásgeir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira