„Aldrei að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:09 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð að hafa sótt tvö stig gegn Breiðablik í kvöld í sigri sem var tæpari en hún bjóst við. „Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Tvö stig eru tvö stig. Þetta er tæpari leikur en við lögðum upp með en sigur er sigur og við förum sáttar heim,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum svolítið að viðhalda góðri sókn í gegnum leikinn, þrátt fyrir að við dettum kannski aðeins niður í öðrum leikhluta þá gerum við vel í síðari hálfleik“ Fjölnir virtist vera með leikinn í sínum höndum framan af en undir lok leiksins náði Breiðablik að minnka muninn niður í tvö stig. Það var þó aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda í huga Dagnýjar. „Á stigatöflunni var þetta ansi tæpt og kannski sérstaklega þegar ein mínúta var eftir. Að sama skapi má maður ekki stressa sig of mikið á því. Við vorum búnar að vera yfir allan leikinn og búnar að vera með yfirhöndina í gegnum allan leikinn. Fyrir mér þá var ég aldrei að fara að tapa þessum leik. Maður má ekki stressa sig yfir einhverjum stigum þarna alveg í lokin.“ Dagný varð að taka á sig nokkur þung högg í kvöld en kemur þó eiginlega heil út úr leiknum. „Mér er aðeins illt í hnjánum. Ég kannski datt aðeins meira í þessum leik en vanalega. Það er samt bara skemmtilegra að spila leik þar sem maður fær einhver högg. Þetta var líkamlegur leikur en samt alveg mjög skemmtilegur,“ svaraði Dagný, aðspurð út í allar bylturnar sem hún fékk á sig í kvöld. Með sigrinum í kvöld tekur Fjölnir á topp sæti deildarinnar af Njarðvík en Njarðvík á leik inni gegn Keflavík næsta miðvikudag. Í næstu umferð mætast þó þessi tvö efstu lið deildarinnar innbyrðis og Dagný segist hlakka mikið til þess leiks. „Það leggst alltaf vel í mann að spila gegn toppliðinu, þetta verður barátta í 40 mínútur. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er eitthvað sem við þurfum að stíla inn á. Við þurfum að nota næstu daga í stífar æfingar til þess að undirbúa okkur fyrir þennan leik. Við tökum ekkert annað í mál en að fara heim með tvö stig úr þeim leik líka,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira