Fótbolti

Spænsku meistararnir björguðu stigi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Geoffrey Kondogbia skoraði jöfnunarmark Atlético Madrid í kvöld.
Geoffrey Kondogbia skoraði jöfnunarmark Atlético Madrid í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Spænsku meistararnir í Atlético Madrid björguðu stigi er liðið heimsótti Villareal í spænsku deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 2-2, en Madrídarliðið er nú 16 stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Angel Correa kom Atlético Madrid yfir strax á tíundu mínútu með frábæru marki, en heimamenn fengu heldur betur tækifæri til að jafna metin rúmum tíu mínútum síðar.

Thomas Lemar handlék þá knöttinn innan eigin vítateigs og vítaspyrna dæmd. Gerard Moreno fór á punktinn fyrir Villareal, en Jan Oblak varði frá honum. Daniel Parejo tók frákastið og skoraði, en var dæmdur brotlegur og markið fékk því ekki að standa.

Pau Torres jafnaði þó metin örfáum mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Alberto Moreno kom heimamönnum svo yfir á 58. mínútu eftir stoðsendingu frá bróður sínum Gerard Moreno, en Geoffrey Kondogbia jafnaði metin fyrir Atlético Madrid tæpum tíu mínútum síðar og þar við sat.

Lokatölur urðu því 2-2 og Atlético Madrid lyfti sér upp í fjórða sæti með þessu eina stigi. Liðið er með 33 stig eftir 20 leiki, fjórum stigum meira en Villareal sem situr í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×