Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 22:34 Vísir/Egill Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. „Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu. Nú þegar ákvörðun borgarstjóra liggur fyrir er ljóst að baráttan um borgina er hafin, sem Dagur telur þó munu verða stutta og snarpa. Mikill meirihluti forystufólks flokkanna sem sitja í borgarstjórn ætlar áfram að gefa kost á sér. Hjá Viðreisn vill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir áfram leiða listann og Pawel Bartoszek ætlar líka áfram að gefa kost á sér. Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna, ætlar áfram að leiða listann njóti hún stuðnings félaga sinna. Vigdís Hauksdóttir stefnir á að fara fram á ný fyrir Miðflokkinn þótt hún taki vissulega fram í samtali við fréttastofu að vika sé langur tími í pólitík. Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins vill verða oddviti flokksins. Dóra Björt Guðjónsdóttir sem var oddviti Pírata 2018 hefur ekki gefið upp hvort hún haldi áfram en Alexandra Briem staðfestir að hún vilji sannarlega fara aftur fram. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og oddviti, er enn óákveðin um þátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum.Aðsend Sanna Magdalena Mörtudóttir vill áfram leiða Sósíalistaflokkinn. Loks er það Hildur Björnsdóttir sem er enn sem komið er sú eina sem gefið hefur út að hún sækist eftir oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni, en síðast var hún í öðru sæti á eftir Eyþóri Arnalds.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira