Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 18:26 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira