Veður

Hvöss suð­vestan­átt og rigning eða slydda víðast hvar

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu núll til fimm stig.
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu núll til fimm stig. Vísir/Vilhelm

Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt í dag og rigningu eða slyddu um mest allt land upp úr hádegi, en él seinni partinn. Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu núll til fimm stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það gangi í suðvestan átján til 25 metra á sekúndu á morgun þar sem hvassast verður norðvestantil á landinu. Él og hiti í kringum frostmark, en úrkomulítið á Austurlandi.

„Á fimmtudag er útlit fyrir áframhaldandi útsynning og éljagang, en það fer heldur að lægja síðdegis.“

Blautt á landinu í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Gengur í suðvestan 15-23 m/s, hvassast NV-til. Víða él, en úrkomulítið á A-landi. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag: Vestan og suðvestan 13-20 og él, en yfirleitt þurrt A-lands. Dregur úr vindi seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa, en rigning um tíma á S-verðu landinu. Hiti í kringum frostmark.

Á laugardag: Suðvestanátt og dálítil él, en bjartviðri A-til. Frost 0 til 7 stig.

Hvessir um kvöldið með rigningu eða snjókomu um landið V-vert.

Á sunnudag: Vestlæg átt og víða dálítil úrkoma. Frost 0 til 7 stig, en hiti 0 til 5 stig S-lands.

Á mánudag: Sunnanátt með lítilsháttar vætu S- og V-lands, hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×